Friday, August 31, 2007

Pisco Sour, naggrísir og gilja kondórar

¡Hola chicas y chicos!

Eftir naeturlanga ferd í rútu frá Nasca komum vid í 800.000 manna byggd sem kallast Arequipa, en samkvaemt farastjóranum okkar Edgar Miranda er borgin allt annad land heldur en Perú. Mygladur og lúinn eftir svefnrútuna skellti madur sér í sturtu og fór ad skoda klaustur og mannlífid. Nunnurnar í klaustrinu reyndust ekki vera tilkippilegar né sjáanlegar hvad thad vardar, svo ad ég, Harriet og Kate létum okkur naegja ad sötra Arequipeña bjór og raeda ástarmál í klaustrinu. Eftir smá eltingarleik vid hina í hópnum var farid á veitingarstad thar sem saet og krúttleg gaeludýr voru á bodstólum. Ég nartadi í djúpsteiktan nagrísahaus, thótti thad nú samt heldur tilkomilítill matur og pantadi mér thjódarrétt theirra Arequipeños, eda logandi kryddada paprikur fyllta med kjöti og graenmeti. Ágaett ad skola thvi nidur med stórum bjór og Pisco Sour...
Pisco Sour... Ég held ad ég hafi ekki sleppt út einu einasta kvöldi med thessum drykk theirra, smakkast eins og ísköld og svalandi mysa ad nordan. Fyrir tha sem vilja prófa, maeli ég med ad kaupa 1l fernu af mysu, flösku af vodka eda brennivíni, hrista eggjahvítu úr 12 eggjum og blanda svo öllu saman. Ferlega svalandi drykkur hérna í sólinni. Dugar líka vel til ad gleyma thví ad madur er í 3600m haed og thjáist af smá háfjallaveiki.
Djammad var svo hressilega um kvöldid og haldid var til Chivay naesta morgun, frekar threyttur, en 5 tíma rútuferd thangad var bara ágaetis skemmtun (tel ad allt í allt tuggdum vid í hópnum nánast hálft kíló af kókalaufum thá leidina). Stoppad var örlítid á litlum hól í 4910m haed og horft yfir nokkur falleg fjöll sem umkringdu landslagid. Melar og eydimörk var ríkjandi augnakonfekt thá leidina, ásamt nokkrum hjördum af Vicuñas, Alpacas og Lamadýrum, allar thessar skepnur brögdudust mjög vel.
Vid komuna í Chivay var litid vid á litlum veitingarstad sem baud upp á thjódlega rétti í buffet fyrirkomulagi, naggrísi, lamadýr, hlaup og súkkuladibúding, allt ofsalega gott. Tölt var svo adeins um svaedid í kringum hótelkofana okkar en tharna mátti finna hladna raektunarpalla upp um öll fjöll sem voru 1500 ára gamlir. Slakad var svo á um kvöldid í hverasundlauginni med Pisco Sour í hönd. Risid var svo kl. 5:30 naesta morgun til ad sjá Andes Kondóra svífa upp úr Colca gljúfrinu í leit ad aeti. Feikna stórir fuglar, enda hátt í 15kg og med 3m vaenghaf. Hef thví midur ekki komist til ad smakka thá, en giska á ad their smakkist nú ekki alveg eins og íslensk heidagaes. Eftir eltingarleik vid Kondórana á thverhníptri gljúfursbrúnni var haldid í smá göngutúr, en hann Leo farastjórinn tharna var hissad á thví ad hafa ekki tapad neinum nidur í hyldýpid. Svosem ekkert óhugsandi, enda margir frekar valtir af háfjallaveiki, threytu eda thinnku. Fimm tíma rútuferd til baka til Arequipa leid hjá á svipstundu, enda svaf madur vaerum blundi yfir alla fjallgardana tharna, auk thess ad vera ordinn mjög vanur lífi sardínu í dós.
Súri Piscoinn um kvöldid var theimur betri enda ekki haegt ad fá skemmtilegri drykk í Perú. Snaett var svo strúta-, alpaca og nautakjöt á ágaetis veitingarstad (Zig Zag) um kvöldid - eftirréttir annara bragdast alltaf mun betur thegar madur er búinn med sinn. Eilítid djamm tók svo vid á Déja Vu, en ekki tókst thó ad byrla lidinu tequila, reyni bara aftur sídar, enda bara dagur 6 af skipulagda tournum.
Enn og aftur var vaknad um fimm, en nú var ástaedan flug til Cusco, thar sem helstu musteri Inka-menningarinnar má finna. En eins og á mörgum ödrum borgum hér í fyrrum spaenska heimsveldinu var búid ad breyta sól, mána, himins og jardarmusterum í risavaxnar kirkjur til hyllis kristinna átrúnadar goda: hippanns í sandölum, gamalls karls eda konu í himinhvolfinu og einhverrar gufu. Thó eru skemmtilegir prangarar fyrir utan thessi musteri, theim tókst ad selja mér litríka Poncho, hatt og Guy Fawkes grímu, sem mun einnig vonandi virka vel til gaesaveida heima. Cusco er einnig eins og Arequipa mjög skemmtileg borg, litlar götur sem ida af mannlífi, hundum og jú ferdamönnum.
Haldid var snemma morguns inn eftir heilaga dal Inkanna, en thó vard ad vigta allt sem átti ad taka med í thangad, thví einungis má taka 7 kg af farangri med ad Machu Picchu. Stutt stopp var gert vid frekar heillegt musteri theirra Inka, en thad var víst tileinkad Sólinni okkar hlýju og gódu. Thad var greinilegt ad Inkarnir voru mjög faerir med sandpappír eda naglathjalir, thví steinhledslur theirra voru svo théttar ad thad var ekki smuga á milli bjarggrýta thrátt fyrir 500 ára aldur og fjölmarga jardskjálfta. Á morgun verdur svo lagt í 3 daga göngu eftir Inka slódum ad heillegasta musteri theirra - Machu Picchu, auk thess ad dýfa sér ofan í heita hveralaug ad lokum labbitúrsinns. Gangan er merkileg af theim sökum ad vid förum í gegnum mörg mismunandi gródurbelti, eydimerkurlandslag, mela og steppu á fyrsta degi, rakt og kalt háfjallalandslag í kringum 4200m á degi tvö og svo regnfrumskóg á seinasta degi. En ég segi betur frá thví í naestu faerslu seint í naestu viku.

¡Hasta pronto amigas y amigos!

Sunday, August 26, 2007

Perú

Lent var klukkan fjögur ad morgni í Líma eilítid threyttir eftir fimm tíma flug frá Buenos Aires. Thad var frekar kalt í höfudborginni, en thad jafnast ekkert á vid a skrída upp í daggarrakt rúmid og ylja sér vid hitann frá tannaglamri. Frekar skondid hve svalt loftslagid hérna er, midad vid ad vid erum 1300km fyrir sunnan midbaug. Um morguninn hittum vid strax einn ferdafélaga okkar, hann Doug frá London, en vid ákvádum ad tölta saman um borgina og reyna ad fiska upp einhver vandraedi. Ekki gekk thad nú eftir, en okkur tókst thó ad sjá vardmannaskiptin vid thinghúsid, dómkirkjuna ásamt tilheyrandi beinaleyfum í kjallara, pyntingasafn, markadsgötur med fullt af litlu fólki. Held ad tourguideinn okkar vilji láta okkur kalla thá indjána, en hitt hljómar samt meira PC ekki satt?
Um kvöldid kynntumst vid svo restinni af hópnum, allt í allt 4 strákar og 11 stelpur, bara skemmtilegur hópur. Kvöldid var ágaett, nema hvad hann Maggi fékk mun betri steik heldur en ég, á seint eftir ad fyrirgefa honum thad ad vilja ekki deila med mér bródurpartinum af kvöldverdinum sínum. Ég vard svo ad játa mig sigradann af hálsríg sem mér áskotnadist í EZE-LIM fluginu, svaf nefnilega med hangandi haus alla leidina. Skridid var svo upp í svalt og rakt rúmid á hótelinu í Miraflores hverfinu og sofid út, en naesta morgun var haldid med rútu til Nasca.
Níu og hálfur tími af hálsríg var ekki alveg that skemmtilegasta sem ég óskadi mér á leidinni til Nasca, en annad var thví midur ekki í bodi thann daginn. Ég nádi thó ad lagfaera hálsinn adeins med ágaetis blöndu af paracetamol, ibuprofen, lomo saltada og grande cerveza á hótelinu í Nasca.
Thurrt eydimerkurloftslagid sló adeins af rakanum en kuldinn var samt frekar mikill. Um morguninn var farid í rútuferd ad gömlum grafreit, en thar mátti finna ógnótt af beinum og uppthornudum líkum theirra sem bjuggu í thessu hrjóstruga landi, taldi mig einnig hafa séd langa-langa-langa-langa-langa-langa-afa hans Bob Marley's í einni gröfinni. Eftir jardaförina var ákvedid ad komast naer himnum og fljúga yfir Nasca línurnar. Thad var virkilega skemmtilegt, thó ad graenleitu dömunum fyrir aftan mig í Cessnunni hafi ekki verid sérlega skemmt í ókyrdinni. Tók heilan helling af myndum af kólibrífuglinum, geimfaranum, hundinum og hinum línunum sem skreyttu eydimörkina.
Loks var farid á einn sveitabae og snaett var thar vaenn grís ásamt kjúlla og alls kyns ödru medlaeti, engan naggrís thó. Í kvöld verdur farid ad sjá svo hanaslag og eitthvad sem their kalla diskóthek.

Hasta mañana!

Thursday, August 23, 2007

Bs As Baby!

¡Hola todos!
Svalt loftslag, safarík steik og seidandi stemming í Buenos Aires leiddi til thess ad Maggi er enn ósofinn eftir fimm daga ferdalag. Held honum gangandi med Ciproflex og kókalaufum. Hittum Marisol í gaerkveldi og djömmudum feitt saman med ödrum sudurameríkubúum (¡Hola Nadine y Daniela!) :)
Flogid verdur svo til Líma í kvöld, en ekki ádur en ég og Maggi étum annad kíló af Bife de Chorizo nammi-namm.

Cool steaks, sissling weather and juicy mood here in Buenos Aires kept us partying all night, wrecking the Hotel (note to self, stay away from the balcony). Maggi has been sleeping the whole time, actually the whole trip and I fear that he's infected with some kind of parasite that seems to glue a even bigger smirk on his face.
Anyway, Bs As is a blast, we had a great time with Marisol last night and chilean sisters, that partied with us in the hotel. Our Lima flight is later tonight, but I have a strong urge to dig my teeth in a juicy steak before we go.

¡Hasta luego!

Monday, August 20, 2007

Amsterdam

Sol og skurir i Amsterdam, held ad malid se a skella ser a hjolfak, kaupa tulipanalauka og senda muttu.
Heyrumst sidar, Joi Spoi og Maggi Mus

Saturday, August 18, 2007

Kvöldið fyrir brottför

Jæja þá er stóri dagurinn að renna upp, þetta verður virkilega mögnuð lífsreynsla. Klukkan 16:40 á morgun sunnudaginn 19. ágúst 2007 verður flogið til Amsterdam og gist þar í þessari fallegu borg túlípana. Best að hafa þessa færslu stutta því að ég er orðinn seinn í grillveislu þar sem á að grilla heilt lamb.

Jói Spói